Íslenskt atvinnulíf og þar með almenningur verður fyrir miklum búsifjum vegna ofvirkra eftirlitsstofnana og regluverks sem er íþyngjandi langt umfram þörf. Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur víkur að þessu á
blog.is og leggur út af viðtali Morgunblaðsins við Halldór Halldórsson, forstjóra Íslenska kalkþörungafélagsins, sem lýsir „óheyrilegu hangsi“ eftirlitsstofnana sem hafi haft „veruleg áhrif á viðskiptaáætlanir fyrirtækisins. Tafir af völdum eftirlitsstofnana eru óheyrilegar, hafa bakað mikið tekjutap og aukakostnað, sem gera ætti stjórnir viðkomandi stofnana ábyrgar fyrir,“ eins og Bjarni orðar það.
Meira