Hann er alltaf kallaður Helgi Jó og það er óhætt að segja að hann hafi verið ötull útivistarmaður síðustu ár. Helgi kemur víða við og hefur lokið Landvættaþrautinni, arkað um óbyggðir með Landkönnuðum og svo fer hann upp um fjöll og firnindi á fjallaskíðum. Það er hvetjandi og skemmtilegt að hlusta á Helga og við mælum eindregið með viðtalinu fyrir þá sem hugsa sér gott til glóðarinnar og stefna á að taka þátt í dagskrá Ferðafélagsins á nýju ári því það má læra margt af Helga og hans reynslu.