Birkir Fannar, betur þekktur sem Leikjarinn kom í kaffi til Dags og þeir áttu gott spjall um allt sem tengist tölvuleikjum. Hvaða leiki þeir spiluðu fyrst, hverjar voru fyrstu leikjavélarnar þeirra og hvernig tölvuleikjaspilun hefur þróast í gegnum árin.Birkir Fannar(Leikjarinn) er virkur á Twitch þar sem hann streymir leikjaspilun ásamt annari afþreyingu í beinni útsendingu.Einnig er hægt að fynna hlaðvarp ásamt öðrum myndböndum semt tengjast tölvuleikjum á Youtube-rás Birkis.Þó svo að Eggert var fjarverandi í þessum þætti er samt gott að minnast á að hann heldur oft uppistandsýningar í kjallaranum á Dubliner og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Comedy in Iceland. Á Comedy in Iceland getið þið einnig fengið allar upplýsingar um allar uppákomur sem tengjast gríni hér á Íslandi.