Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is
Umsjón: Skúli Halldórsson (sh@mbl.is)
Umfjöllun lokið: síðast uppfært mán. 24. okt. 2016 kl. 0:00
16:26 Frétt:
„Núna strax!“16:04 Frétt:
Samstaða sterkasta vopnið15:50 Frétt:
Samstaðan skipti máli þá og nú15:21 Frétt:
Konur streyma á Austurvöll24.10.2016
Fjöldi fólks mætti á Ráðhústorgið á Akureyri í dag, eins og mbl.is hefur áður greint frá. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is tók þessar myndir af þeim sem þar komu saman.
24.10.2016
Konur á deildum A-7 og B-7 á Landspítalanum í Fossvogi komu saman fyrr í dag framan við deildirnar tvær og sendu baráttukveðjur til fundargesta á Austurvelli.
24.10.2016
Þjóðminjasafnið birtir þrjár myndir af kvennafrídeginum sem fyrst var haldinn þennan dag árið 1975. Greina má andlit nokkurra af þeim fjölda kvenna sem streymdi í miðbæ Reykjavíkur þann dag.
24.10.2016
Háskóli Íslands birtir eftirfarandi myndskeið á Facebook-síðu sinni, þar sem sjá má nemendur og starfsfólk leggja leið sína á Austurvöll fyrr í dag.
24.10.2016
Víða má nú sjá skilti með þessari áletrun, og ljóst að margir vilja fá núverandi ástandi breytt.
24.10.2016
Og í tilefni dagsins er hér hið fræga lag Grýlanna í heild sinni, í flutningi Elínar Ey.
24.10.2016
„...að vera karlmaður?“ heyrist meðal annars sungið í meðfylgjandi myndskeiði, sem blaðamaður mbl.is tók upp fyrir skömmu á Austurvelli.
24.10.2016
Skiltið á tröppum Alþingishússins vísar til yfirlýsingar aðstandenda kvennafrídagsins frá því fyrr í dag, þar sem fram kom að ef áfram heldur sem horfir, verður launamun kynjanna ekki útrýmt fyrr en árið 2068.
24.10.2016
Fjöldinn sem saman er kominn á Austurvelli sést glöggt á meðfylgjandi myndskeiði.
24.10.2016
24.10.2016
Nokkur fjöldi er mættur á Ráðhústorgið á Akureyri til að berjast fyrir kjarajafnrétti kynjanna.
24.10.2016
„Ég held að ég hafi aldrei stutt verkfall en ég leit ekki á þetta sem verkfall. Þetta var krafa um jöfn réttindi karla og kvenna og þannig jákvætt framtak,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í samtali við tímarit breska ríkisútvarpsins á síðasta ári.
Tilefnið var að fjörutíu ár voru þá liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975, en þá felldu niður störf allar þær konur sem störfuðu við blaðið.
Telur Styrmir að engar þeirra hafi þó þurft að þola neinn launamissi vegna þessa. Allar hafi þær þá snúið aftur á miðnætti, til að aðstoða við að gefa út blað næsta dags.
Það var þó talsvert styttra en venjulega, 16 blaðsíður, í stað 24.
24.10.2016
24.10.2016
Fólk á öllum aldri er saman komið á Austurvelli til að mótmæla launamun kynjanna.
24.10.2016
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segir að það sem gerðist þennan dag fyrir 41 ári, hafi verið fyrsta skref kvenna á Íslandi til að losna úr ánauð sinni.
„Þetta gjörsamlega lamaði landið og augu margra karla opnuðust í kjölfarið,“ sagði Vigdís í samtali við tímarit breska ríkisútvarpsins í tilefni af þessum degi á síðasta ári.
Bankar, verksmiðjur og margar búðir neyddust til að loka dyrum sínum vegna þessa, auk skóla og dagheimila. Þurftu margir feður því að taka börn sín með á vinnustaði þeirra. Hermt er að svo mikil spurn hafi verið eftir pylsum, sökum vinsælda þeirra á meðal barna og þess hversu auðvelt er að elda þær, að þær hafi selst upp þennan dag.
„Við gátum heyrt börn að leik í bakgrunninum á meðan fréttaskýrendur lásu upp fréttir í útvarpinu. Það var frábært áheyrnar, vitandi það að karlarnir þyrftu að sjá um allt saman,“ sagði Vigdís.
„Ég held að í fyrstu hafi körlunum fundist þetta vera fyndið uppátæki, en mig rekur ekki minni til þess að nokkur hafi verið reiður,“ segir Vigdís, spurð hvaða skoðun karlar hafi haft á frídeginum. „Þeir áttuðu sig á því að ef þeir settu sig upp á móti þessu eða neituðu konum um leyfi þá myndu þeir fljótt missa vinsældir sínar.“
Heyrst hafi þó af nokkrum körlum sem stóð ekki alveg á sama á þessum baráttudegi kvenna. Er eiginmaður einnar þeirra kvenna sem tóku þátt í ræðuhöldum dagsins sagður hafa verið spurður af vinnufélaga sínum:
„Af hverju leyfirðu konunni þinni að gaula svona á almannafæri? Aldrei myndi ég nokkurn tíma leyfa konunni minni að gera þetta.“ Eiginmaðurinn svaraði þá um hæl: „Hún myndi heldur aldrei nokkurn tíma giftast manni eins og þér.“