mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

100 þúsund Bretar vilja hýsa flóttamenn

Yfir 100 þúsund Bretar hafa lýst yfir áhuga á að hýsa flóttamenn frá Úkraníu, að sögn Borisar Johnson, forsætisráðherra landsins.

Bresk stjórnvöld hafa hvatt heimili í landinu til að taka vel á móti flóttamönnunum.

„Það er magnað að yfir 100 þúsund manns og stofnanir hafa skráð áhuga sinn á því að styðja Úkraínumenn á flótta frá stríðinu,“ tísti Johnson á Twitter.

„Takk allir, víðsvegar um landið, sem hafa stigið fram og boðist til að hjálpa,“ bætti hann við, innan við sólarhring eftir að verkefnið „Heimili fyrir Úkraínu“ var sett á laggirnar.

Vopnasendingar nýttar með skjótum hætti

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að almenningur í landinu reiði sig frekar á stuðning alþjóðlegra stuðningsmanna heldur en Atlantshafsbandalagið, NATO.
Meira »

Senda hjálpartæki til barna og ungmenna á flótta

Sjúkratryggingar Íslands hafa sent fjölbreytt hjálpartæki áleiðis til Póllands. Tækin eru ætluð börnum og ungmennum sem eru á flótta frá Úkraínu og þurfa á slíkum búnaði að halda vegna ýmis konar fötlunar.
Meira »

Samningaviðræður eru hafnar

Samningaviðræður Úkraínu og Rússlands eru hafnar á nýjan leik, að sögn stjórnvalda í Kænugarði.

Viðræðunum í gær lauk án niðurstöðu og var ákveðið að halda þeim áfram í dag.

Tsjernóbyl ekki lengur án rafmagns

Kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna segir rafmagn komið á í kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl í Úkraínu eftir að rafmagnslína var aftur skemmd af Rússum.
Meira »

Fjórir létust í Kænugarði

Borgarstjórinn í Kænugarði segir að fjórir hafi fundist látnir eftir loftárásir Rússa á borgina í nótt.

„Slökkviliðsmenn eru enn að slökkva eldana frá því snemma í morgun,“ sagði Vitali Klitschko á Telegram.

Fyrst var greint frá því að tveir hefðu látist eftir árásirnar á fjölbýlishús í borginni.

Fréttaþulur flúði Rússland og sagði upp

Fréttaþulur hjá einni stærstu sjónvarpsstöð Rússlands hefur sagt upp störfum og yfirgefið landið.
Meira »

Rússneskir áhrifavaldar gráta lokun Instagram

Það var tár á hvarmi vinsælustu áhrifavalda Rússlands í síðustu myndböndum þeirra á samfélagsmiðlinum Instagram rétt áður en lokað var á samfélagsmiðilinn þar í landi. Lokað var á Instagram í gær, mánudag.
Meira »

Segjast hafa náð Kherson á sitt vald

Rússneskar hersveitir hafa náð fullri stjórn yfir héraðinu Kherson í suðurhluta Úkraínu, að sögn talsmanns rússneska varnarmálaráðuneytisins.

Í myndbandi sem var birt í fyrr í vikunni sáust íbúar borgarinnar mótmæla hernámi Rússa þrátt fyrir að hersveitir þeirra hleypt af skotum í varúðarskyni.

Ekkert spurst til blaðamanns sem mótmælti í beinni

Ekki er vitað hvar rússneskur blaðamaður sem ruddist inn í fréttatíma til að mótmæla stríðinu í Úkraínu er niðurkominn.
Meira »

Átökin magnast í Kænugarði

Árásir Rússa á Kænugarð og önnur svæði í Úkraínu hafa haldið áfram í dag. Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna halda sömuleiðis áfram og forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóveníu heimsækja Kænugarð.
Meira »

Vodki skattlagður í Bretlandi

Bresk stjórnvöld hafa sett á 35% innflutningsskatt á vörur frá Rússlandi, þar á meðal vodka. Útflutningur á lúxusvörum til Rússlands hefur einnig verið bannaður.

„Við viljum valda stríðsvél Pútíns [Rússlandsforseta] sem mestum skaða um leið og við viljum að áhrifin á breskt viðskiptalíf verði sem minnst,“ sagði í yfirlýsingu.

Eitt barn flóttamaður á hverri sekúndu

Um 1,4 milljónir barna hafa flúið Úkraínu síðan innrás Rússa í landið hófst 24. febrúar. Þetta þýðir að eitt barn hefur orðið flóttamaður á hverri sekúndu, að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Meira »

Setja á 36 klukkustunda útgöngubann

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ætla að setja á 36 klukkustunda útgöngubann sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma, eða klukkan 18 að íslenskum tíma. Borgarstjórinn Vitali Klitschko greindi frá þessu.
Meira »

Þrír forsætisráðherrar heimsækja Kænugarð

Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóveníu munu sækja Kænugarð heim í dag og funda með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, samkvæmt tilkynningu frá pólskum stjórnvöldum.
Meira »