15.3.2022
Yfir 100 þúsund Bretar hafa lýst yfir áhuga á að hýsa flóttamenn frá Úkraníu, að sögn Borisar Johnson, forsætisráðherra landsins.
Bresk stjórnvöld hafa hvatt heimili í landinu til að taka vel á móti flóttamönnunum.
„Það er magnað að yfir 100 þúsund manns og stofnanir hafa skráð áhuga sinn á því að styðja Úkraínumenn á flótta frá stríðinu,“ tísti Johnson á Twitter.
„Takk allir, víðsvegar um landið, sem hafa stigið fram og boðist til að hjálpa,“ bætti hann við, innan við sólarhring eftir að verkefnið „Heimili fyrir Úkraínu“ var sett á laggirnar.
15.3.2022
15.3.2022
15.3.2022
Samningaviðræður Úkraínu og Rússlands eru hafnar á nýjan leik, að sögn stjórnvalda í Kænugarði.
Viðræðunum í gær lauk án niðurstöðu og var ákveðið að halda þeim áfram í dag.
15.3.2022
15.3.2022
Borgarstjórinn í Kænugarði segir að fjórir hafi fundist látnir eftir loftárásir Rússa á borgina í nótt.
„Slökkviliðsmenn eru enn að slökkva eldana frá því snemma í morgun,“ sagði Vitali Klitschko á Telegram.
Fyrst var greint frá því að tveir hefðu látist eftir árásirnar á fjölbýlishús í borginni.
15.3.2022
15.3.2022
15.3.2022
Rússneskar hersveitir hafa náð fullri stjórn yfir héraðinu Kherson í suðurhluta Úkraínu, að sögn talsmanns rússneska varnarmálaráðuneytisins.
Í myndbandi sem var birt í fyrr í vikunni sáust íbúar borgarinnar mótmæla hernámi Rússa þrátt fyrir að hersveitir þeirra hleypt af skotum í varúðarskyni.
15.3.2022
15.3.2022
15.3.2022
Bresk stjórnvöld hafa sett á 35% innflutningsskatt á vörur frá Rússlandi, þar á meðal vodka. Útflutningur á lúxusvörum til Rússlands hefur einnig verið bannaður.
„Við viljum valda stríðsvél Pútíns [Rússlandsforseta] sem mestum skaða um leið og við viljum að áhrifin á breskt viðskiptalíf verði sem minnst,“ sagði í yfirlýsingu.
15.3.2022
15.3.2022
15.3.2022