Ekkert spurst til blaðamanns sem mótmælti í beinni

Marina Ovsyannikova stendur fyrir aftan fréttakonu með skiltið.
Marina Ovsyannikova stendur fyrir aftan fréttakonu með skiltið. AFP

Ekki er vitað hvar rússneskur blaðamaður sem ruddist inn í fréttatíma til að mótmæla stríðinu í Úkraínu er niðurkominn.

Marina Ovsyannikova, ritstjóri hjá rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Channel 1, var handtekin eftir hún ruddust inn í útsendinguna í gær með skilti þar sem hún mómælti stríðinu í Úkraínu.

Á skiltinu stóð: „Ekkert stríð, stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þau eru að ljúga að ykkur hérna.“

Lögmaður hennar, Pavel Chikov, sagðist á Twitter ekki vita hvar hún er niðurkomin.

„Marina Ovsyannikova er ófundin. Hún hefur verið í fangelsi í meira en 12 klukkustundir,“ sagði hann í morgun.

Hann sagði engan grundvöll fyrir rannsókn lögreglunnar á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert