Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Myndavélar sýna frá gosinu

Vefmyndavélar mbl.is eru allar komnar í gagnið á ný. Þær má nálgast með því að smella hér .

Vinna hörðum höndum við að slökkva eldana

Miklir gróðureldar eru kringum gosstöðvarnar við Litla-Hrút um þessar mundir en unnið er að því að reyna slökkva eldanna. Að sögn Guðna Oddgeirssonar, félaga í björgunarsveitinni Þorbirni, gengur slökkvistarfheldur treglega.
Meira »

„Við erum örlítið smeyk“

„Við erum örlítið smeyk. Reykurinn ertir augun. En þetta er þess virði,“ sögðu bandarísk hjón við blaðamann mbl.is um leið og þau stigu út úr reykmekkinum við eldstöðvarnar við Litla-Hrút síðdegis í gær.
Meira »

Myndskeið: Rauðglóandi eldtungur í kvöldsólinni

Ferðamenn streymdu að Litla-Hrút í gærkvöldi til að berja gosstöðvarnar augum. Gróðureldar umkringja hraunjaðarinn en í gegnum reykjarmökkinn sjást rauðglóandi og appelsínugular eldtungur þeysast upp úr gosopinu.
Meira »

„Hann lítur á mig og byrjar að öskra“

Þrátt fyrir að starfa við viðskiptaþróun hjá Dohop er hinn sænsk-íslenski Jakob Vegerfors mikill ljósmyndaáhugamaður og kastar öllu öðru frá sér er hann eygir von um að komast í tæri við eldgos. Nýhafið gos við Litla-Hrút er engin undantekning.
Meira »

„Enginn kvartað eftir að kerra fauk út af“

„Þetta var ekki vandamál, almennt fór fólk bara eftir þessu,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, spurður hvort fólk hafi virt lokun gossvæðisins í dag.
Meira »

Settu upp nýja veðurstöð við gosstöðvarnar

Sérfræðingar Veðurstofunnar settu upp veðurstöð við gosstöðvarnar, á Fagradals-Hagafelli sem er um 2,7 km vestan við Litla-Hrút, í gær. Þetta kemur fram í færslu Veðurstofunnar á Facebook.
Meira »

Segir ákveðna lokunarmenningu ríkja

Margar leiðir eru til að fyrirbyggja að ófremdarástand skapist á gönguleiðum að gosinu í stað þess að grípa til umferðarbanns. Þetta segir Haraldur Örn Ólafsson, sem er reyndur fjallgöngumaður, í færslu á Facebook í dag.
Meira »

Hissa á að enginn hafi þegar látist

„Maður er eiginlega bara hissa á að það sé enginn búinn að drepast nú þegar,“ segir Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, einnig þekktur sem Golli, sem var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og fram á nótt.
Meira »

Myndskeið: Klifraði upp á nýstorknaðan gígbarm

Áhættusæknir ferðamenn hafa margir virt tilmæli viðbragðsaðila að vettugi og gengið yfir nýstorknað hraun við gosstöðvarnar við Litla-Hrút.
Meira »

Upprifjun frá mars 2021

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur ræddi við okkur í dag um uppbyggingu íbúðabyggðar á Völlunum í Hafnarfirði.

Sem sérfræðingur í eldvirkni á Reykjanesskaganum ræddi hann einnig við mbl.is árið 2021 , skömmu áður en fyrsta gosið á skaganum í um 800 braust út þann 19. mars.

Dregið verulega úr krafti eldgossins

Hraunið sem runnið hefur úr gossprungunni við Litla-Hrút, sem opnaðist á mánudag, hefur þykknað verulega. Meðalþykkt þess beint austur af fjallinu er nú orðin um tíu metrar, en var um sjö metrar við mælingu á þriðjudag.
Meira »

Myndskeið: Tíu mínútum frá þegar gosið hófst

Í aðdraganda eldgossins við Litla-Hrút höfðu sérfræðingar Veðurstofunnar undirbúið sig um nokkurt skeið, enda benti allt til þess að gos myndi hefjast á Reykjanesskaga á ný.
Meira »

Yfir fjögur þúsund kíktu á gosið í gær

Alls gerðu 4.045 manns sér ferð að eldgosinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga í gær samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Flestir voru við upphaf Meradalaleiðar að Litla-Hrúti um fimmleytið í gær, eða 436 manns.
Meira »

Barnalegur frekjuskapur: Fúkyrði frá Íslendingum

„Svo að samfélagið í heild taki við sér þarf bara stórslys. Hvort það heiti stjórnvöld eða almenningur, þá virðist að einhver þurfi að deyja svo að fólk átti sig á hættunni.“
Meira »