Vinna hörðum höndum við að slökkva eldana

Slökkvistarf við gosstöðvarnar gengur brösulega.
Slökkvistarf við gosstöðvarnar gengur brösulega. mbl.is/Árni Sæberg

Miklir gróðureldar eru kringum gosstöðvarnar við Litla-Hrút en unnið er að því að reyna slökkva eldana. Að sögn Guðna Oddgeirssonar, félaga í björgunarsveitinni Þorbirni, gengur slökkvistarf hægt fyrir sig.

Ef þeir ná ekki að grípa inn í þetta þá er náttúrulega mosi langt í allar áttir. Það hefur ekkert rignt í tvær, þrjár vikur og engin rigning í kortunum,“ segir Guðni en björgunarsveitin aðstoðar slökkviliðið við að ferja upp vatn upp eftir.

Að sögn Guðna hyggst slökkviliðið að meta stöðuna upp úr miðnætti upp á framhaldið að gera. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur einnig aðstoðað við slökkvistörf í dag, líkt og í gær.  

Spurður hvort fólk sé enn að gera sér ferð upp að gosstöðvunum þrátt fyrir að gönguleiðinni hafi verið lokað segir hann að það séu alltaf einhverjir, þá sérstaklega ferðamenn sem vissu ekki af lokuninni. „Það var náttúrlega eitthvað af fólki upp frá áður en það var lokað en það eru eiginlega allir komnir niður,“ segir hann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert