Grillaður lambahryggur með bestu sósu í heimi

Þessi uppskrift er með þeim vandaðari sem sögur fara af. Hér erum við með grillaðan lambahrygg sem er algjört sælgæti og er svo einstaklega fallegur á diski.

Sósan sem hér er með er mögulega besta sósa sem sögur fara af og það er alltaf viðeigandi að bjóða upp á grillað grænmeti með.

Grillaður lambahryggur með grilluðu grænmeti og Marokkógrillsósu

  • 2 lambahryggsbitar (um 6 tindar í bita), fituhreinsaðir og snyrtir
  • ⅓ bolli canola-olía
  • ¼ tsk kosher-salt
  • ¼ tsk nýmalaður svartur pipar
  • 1 bolli Marokkógrillsósa (uppskrift hér að neðan)

Saltaðu og pipraðu lambahryggsbitana og dreyptu ólífuolíu yfir. Penslaðu bitana með Marokkógrillsósu. Hitaðu grillið upp í meðalhita og grillaðu bitana í 5 mínútur á hvorri hlið. Penslaðu bitana aftur þegar þú ert búinn að snúa þei. Taktu af grillinu og láttu kjötið hvíla í 5 mínútur til að halda þeim safaríkum. Skerðu bitana með beininu og berðu fram með grænmetinu og fetaosts-hindberjasósunni.

Marokkógrillsósa

  • 2 kanilstangir
  • 1 stjörnuanís, heill
  • 1 tsk. heil kardimommufræ
  • 1 tsk. heilir negulnaglar
  • 1 msk. blandaður heill pipar
  • 1 tsk. múskat
  • 1 tsk. malað kóríandur
  • 1 bolli hrísgrjónaedik
  • 1 hvítlauksgeiri, flysjaður og grófhakkaður
  • 1 msk flysjað og rifið ferskt engifer
  • 1 ½ tsk. hvítlauks-chilisósa
  • 2 ½ bolli hunang
  • ½ bolli sojasósa
  • 1 bolli tómatsósa
  • ½ bolli söxuð fersk flatblaðasteinselja
  • ¼ bolli ferskur límónusafi

Hitaðu pönnu að miðlungshita. Settu kanil, stjörnuanís, kardimommur, negul, pipar, múskat og kóríandur á pönnuna og hitaðu vel í eina mínútu til að rista kryddin. Bættu ediki, hvítlauk, fersku engiferi, hvítlauks-chilisósu, hunangi, sojasósu, tómatsósu, steinselju og límónustafa saman við og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann niður í miðlungshita og láttu malla í 20-30 mínútur þar til soðið hefur niður um 2/3. Sósan á þá að hafa karamellukennda áferð. Síaðu gegnum fínt sigti í ílát. Ef þú notar ekki alla sósuna geymist hún í allt að viku í ísskáp.

Grillað grænmeti með fetaosts- og hindberja dressingu

½ rauð paprika, fræhreinsuð
½ gul paprika, fræhreinsuð
½ appelsínugul paprika, fræhreinsuð
1 gult grasker skáskorið í rúmlega 25 mm þykkar sneiðar
1 kúrbítur skáskorinn í rúmlega 25 mm þykkar sneiðar
1 stór rauður laukur, flysjaður og skorinn í sneiðar,
u.þ.b. 25 mm þykkar
2 spergilskálsstilkar, teknir í greinar
2 heilir portobello-sveppir, stilkurinn fjarlægður og skálin hreinsuð
3 msk extra jómfrúarólífuolía
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
½ bolli fetaostur

Hindberja-sósa á grænmetið:

  • 3 msk. extra jómfrúarólífuolíu
  • 1 msk. hindberjaedik
  • ¼ tsk. salt og pipar eða eftir smekk


Blandaðu grænmetinu saman í skál og dreyptu ólífuolíu yfir. Saltaðu og pipraðu og blandaðu vel saman. Hitaðu grillið upp í miðlungshita og grillaðu grænmetið í 3 mínútur á hvorri hlið þar til það er orðið gyllt en þó enn stökkt. Taktu grænmetið af grillinu og kældu lítillega. Skerðu grænmetið í stóra bita og settu í skál. Þeyttu saman hindberjaedikssósuna, helltu yfir grænmetið. Myldu fetaost yfir og berðu fram með grilluðum lambahryggnum.

mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is