Grilluð pítsa með geggjuðu áleggi

Þessi pítsa er ansi sérstök fyrir margar sakir. Þó ekki síst þar sem áleggið á henni er óvenjulegt en algjörlega frábært og svo af því að botninn inniheldur kynstrin öll af kryddi sem gerir hann óheyrilega góðan.

Grilluð pitsa með reyktum laxi og klettasalati

Hráefni í pitsudeig 

  • ¾ bolli heilhveiti 
  • ½ tsk. salt 
  • 1 tsk. þurrkuð basilika 
  • ½ tsk. hvítlauksduft 
  • ¼ tsk. þurrkaður rauður pipar 
  • ½ tsk. þurrger 
  • 2 msk. grænmetisolía 
  • ¼ bolli vatn 

Aðferð:

Blandaðu saman þurrefnunum í sóttir skál; heilhveiti, salti, basiliku, hvítlauksdufti, pipar og geri. Bættu olíu og vatni saman við. Blandaðu lauslega með höndunum. Settu deigið á heilhveitistráð borð og hnoðaðu það slétt. Það á samt að vera rakt og viðráðanlegt. Mótaðu kúlu úr deiginu og láttu það hefast í 30-40 mínútur. Flettu það varlega út í hring á hveitistráðu borðinu. 

Leggðu pitsubotninn beint á miðlungsheitt grill í 2 mínútur. 

Hafðu áleggið tilbúið. Snúðu pitsunni við og settu fyllinguna á pitsuna á grillinu.

Fylling/álegg á pitsu: 

  • ¼ bolli af rjómaosti við stofuhita 
  • Reyktur lax í sneiðum, u.þ.b.230 grömm 
  • 1 bolli klettasalat 
  • 1 stór plómutómatur í sneiðum 
  • ½ lítill rauðlaukur 
  • ¼ bolli stórir kapers 
  • ½ bolli fetaostur 
  • nýmalaður, svartur pipar

Smyrðu rjómaostinum ofan á pitsubotninn, raðaðu laxasneiðum ofan á, stráðu klettasalati yfir og raðaðu tómatsneiðum ofan á. Leggðu svo rauðlauk, og kapers yfir og fetaost þar ofan á. Malaðu svartan pipar yfir allt saman. Lokaðu grillinu í 2-3 mínútur svo osturinn bráðni, en gættu vel að svo botninn brenni ekki. Dreyptu jómfrúarólífuolíu yfir pitsuna. Taktu af grillinu, skerðu í sneiðar og berðu fram strax. Njóttu nýbakaðrar pitsu.  

mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is