Grilluð rib-eye-steikarsamloka

Grilluð rib-eye-steikarsamloka
  • 1 hægmeyrnuð ribeye-steik
  • 1 rauðlaukur
  • 1 paprika
  • Sumac krydd frá Kryddhúsinu
  • Kansas City BBQ-sósa frá Guy Fieri
  • súrdeigsbrauð
  • 1 hvítur kastali
  • chipotle aioli-sósa frá Stonewall Kitchen
  • salt
  • kóríander
  • tómatar

Aðferð:

  1. Kryddið steikina vel með kryddinu og saltið.
  2. Skerið papriku, lauk, tómata og ost niður.
  3. Hitið grillið og setjið steikina á þegar það er orðið vel heitt.
  4. Setjið einnig paprikuna og laukinn á.
  5. Penslið steikina og grænmetið vel með grillsósunni.
  6. Setjið brauðsneiðarnar einnig á grillið og ostinn ofan á.
  7. Takið af grillinu þegar allt er fulleldað og látið kjötið hvíla í nokkrar mínútur áður en það er skorið. Síðan skal skera það í um það bil 5 mm sneiðar.
  8. Setjið vel af chipotle aioli-sósunni yfir ostinn, því næst papriku og tómata. Raðið því næst steikarsneiðunum á, setjið þá laukinn og svo vel af kóríander. Að síðustu er brauðsneiðin sett ofan á og þá er samlokan tilbúin.
mbl.is