Grillað nauta rib-eye með aspas og avókadósalsa

Grillað nauta rib-eye með aspas og avókadósalsa

  • 2 x 250 g Sashi dry-aged rib-eye-steikur
  • Grill- og steikarkrydd frá Ís-landsnauti
  • 1 appelsína
  • 1 búnt aspas
  • ólífuolía
  • salt
  • kirsuberjatómatar
  • kóríander

Kryddið kjötið vel með grill- og steikarkryddinu og rífið því næst börkinn af appelsínunni yfir.

Sáldrið smá ólífuolíu yfir.

Takið aspasinn og skerið endana af honum. Sáldrið því næst ólífuolíu yfir hann og saltið vel. Veltið upp úr olíunni.

Skerið hýðið utan af appelsínunni og skerið fleyga úr henni. Kreistið því næst safann úr henni í skál.

Skerið avókadóið í tvennt og svolitla teninga.

Skerið tómatana í litla fleyga og hreinsið kjötið burt.

Setjið bæði kjötið og aspasinn á grillið og fylgist vel með. Gott er að snúa aspasnum reglulega til að hann eldist jafnt. Steikinni þarf einnig að snúa en fylgjast þarf vel með henni. Þegar tilbúið skal taka af og láta kjötið hvíla.

Blandið appelsínufleygum, avókadó, tómötum og kóríander saman í skálinni með appelsínusafanum og hellið vel af ólífuolíu yfir. Saltið.

Raðið aspasnum á steikarfat, skerið steikina í þunnar sneiðar og raðið yfir. Að síðustu skal setja grænmetið yfir og hella hluta af safanum.

mbl.is