Grillaður gnægtarbakki Ylfu Helga

Ylfa Helgadóttir
Ylfa Helgadóttir Kristinn Magnússon

Gnægtarbakki eða grazing platter eins og það er kallað erlendis er skemmtileg útfærsla af samsettum mat á bakka.

Það sem einkennir gnægtarbakkann er jú að þar er gnótt af allskonar góðgæti – helst svo mikið að ekki sést i bakkann á milli bita. Mjög vinsælt er að gera forrétta gnægtarbakka og hrúga á hann skinkum, ostum, hnetum, ávöxtum, brauði, súkkulaði, salötum o.s.frv. en það er nánast hægt að gera gnægtarbakka úr hverju sem er.

Það er mjög gaman að velja sér þema og skemmta sér við að gera fallegan bakka með þvi að spá í litum og lögun matarins við uppröðun. Fyrir fleiri hugmyndir að fallegum gnægtarbökkum er tilvalið að skoða grazing platters á pinterest.

Hér er það engin önnur en Ylfa Helgadóttir sem setur saman gnægtarbakka eins og henni einni er lagið.

Galdurinn að vel heppnuðum gnægtarbakka

  • Risastór bakki (ef þú átt ekki stóran bakka, þá notar þú bara ofnskúffuna og setur fallegt viskastykki yfir)
  • Byrja á stóru hlutunum og vinna sig út frá því
  • Nota skálar á fæti til að fá upphækkun
  • Nota gott og fallegt hráefni
  • Hvergi láta sjást i botninn á bakkanum

Grill – gnægtarbakki með miðjarðarhafsþema

Fyrir 6

Á bakkanum

  • - Grillspjót
  • - Papaya salat
  • - Ólívur
  • - Grillað grænmeti
  • - Hummus
  • - Pestó
  • - Smá gúrkur
  • - Ávaxtabitar

Spjót

  • 250 g lambainnralæri
  • 250 g svínahnakki
  • 250 g nautainnralæri
  • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 dl sojasósa
  • 2 dl ólívuolía
  • 3 tsk. grill krydd (ef vill)
  • grillspjót

Aðferð:

  1. Blandið saman sojasósu, olíu og kryddi. Skerið kjötið í bita og haldið aðskildu, kryddið með soja-olíunni, og þræðið uppá spjót.

Papaya salat

  • 1 papaya
  • 1avocado
  • Klettasalat
  • Ólívuolía & balsamic edik

Aðferð:

  1. Skerið grænmetið og raðið saman á bakkann.

Grillað grænmeti/ávextir

  • 1 Eggaldin
  • 1 kúrbítur
  • 1 appelsínugul paprika
  • 1 ananas
  • 1 pk íslenskt bok choi
  • 4 rauðir chili
  • 4 jalapeno
  • 2 rauðar ramiro paprikur
  • 6 stór hvítur aspas
  • Ólívuolía
  • Sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

  1. Eggaldin, kúrbítur og appelsínugula paprikan er skorið í sneiðar.
  2. Það er gott að stinga göt á kúrbítinn og eggaldinið með gaffli, þá eldast það jafnar.
  3. Penslað með ólívuolíu og smá soja og kryddað með salti og pipar.
  4. Hitt grænmetið er grillað heilt – penslað með olíu og kryddað með salti og pipar

Hummus

  • 1dós kjúllabaunir
  • 1 kúfuð matskeið tahini
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • ½ - 1 tsk sjávarsalt
  • ½ dl vatn
  • Ólívuolía
  • furuhnetur

Aðferð:

  1. Allt sett í blender eða matvinnsluvél nema olía og furuhnetur, það fer yfir hummusinn í skálinni.

Pestó

  • 1 pk basil
  • 2 lúkur klettasalat
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 dl kasjuhnetur
  • 1 dl ólívuolía
  • 1 dl næringarger
  • ½ - 1 tsk. sjávarsalt
  • 1-2 msk. sítrónu eða lime safi

Aðferð:

  1. Allt sett í matvinnsluvél og unnið vel saman.
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
mbl.is