Ostafylltar kartöflur með beikonkurli

Það er ekki hægt að slá hendinni á móti svona gúmmelaði.... beikon + kartöflur + ostur er blanda sem klikkar aldrei.

Ostafylltar kartöflur með beikonkurli

  • 6 kartöflur, millistærð
  • ólífuolía
  • sjávarsalt
  • Feykir ostur
  • sýrður rjómi
  • steinselja
  • beikon

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar þvert yfir með litlu millibili, passið að fara ekki alla leið niður. Gott er að nota hasselbackbretti í þetta verk.
  2. Penslið með ólífuolíu og bakið við 220°C í 30 mínútur.
  3. Takið kartöflurnar út og penslið aftur yfir með ólífuolíu og stráið salti yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið áfram þar til næstum mjúkar.
  4. Rífið Feykisostinn inn á milli rifanna á kartöflunum og aftur inn í ofn þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með sýrðum rjóma, steinselju og steiktu beikonkurli.
mbl.is