Uppáhalds eftirréttur grillarans

Kristinn Magnússon

Hér erum við með sér­lega frá­bær­an eft­ir­rétt sem er sér­stak­lega viðeig­andi á fögru su­mar­kvöldi. Grilluð dá­semd eins og þær ger­ast best­ar...

Piña colada-eft­ir­rétt­ur
  • 1 stk. an­an­as
  • 1 dl dökkt room
  • 3 msk. flór­syk­ur
  • kara­mellusósa að eig­in vali
  • Ís með kó­kos og mangó

Aðferð:

  1. An­anasinn er flysjaður og skor­inn í 1,5 cm þykk­ar sneiðar. Þá er kjarn­inn skor­inn úr sneiðunum.
  2. Hitað er upp á romm­inu og syk­ur­inn leyst­ur upp í því.
  3. An­anasinn er lát­inn liggja í romm­inu í að minnsta kosti tvo tíma en mjög gott að láta hann liggja yfir nótt. Síðan er hann grillaður í 2-3 mín­út­ur á hvorri hlið, eða þangað til hann er orðinn mjúk­ur.
  4. Kara­mellusós­an er hituð upp var­lega í potti.
  5. Síðast er ís­inn sett­ur í kúl­um ofan á an­anasinn og volg kara­mellusós­an ofan á.

Upp­skrift: Aníta Ösp Ing­ólfs­dótt­ir

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: