Uppáhalds eftirréttur grillarans

Kristinn Magnússon

Hér erum við með sérlega frábæran eftirrétt sem er sérstaklega viðeigandi á fögru sumarkvöldi. Grilluð dásemd eins og þær gerast bestar...

Piña colada-eftirréttur
  • 1 stk. ananas
  • 1 dl dökkt room
  • 3 msk. flórsykur
  • karamellusósa að eigin vali
  • Ís með kókos og mangó

Aðferð:

  1. Ananasinn er flysjaður og skorinn í 1,5 cm þykkar sneiðar. Þá er kjarninn skorinn úr sneiðunum.
  2. Hitað er upp á romminu og sykurinn leystur upp í því.
  3. Ananasinn er látinn liggja í romminu í að minnsta kosti tvo tíma en mjög gott að láta hann liggja yfir nótt. Síðan er hann grillaður í 2-3 mínútur á hvorri hlið, eða þangað til hann er orðinn mjúkur.
  4. Karamellusósan er hituð upp varlega í potti.
  5. Síðast er ísinn settur í kúlum ofan á ananasinn og volg karamellusósan ofan á.

Uppskrift: Aníta Ösp Ingólfsdóttir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: