Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:58
Loaded: 10.14%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá mis­skiln­ing­ur er ríkj­andi að það sé eitt­hvað sér­stak­lega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rif­in áður en þau eru grilluð. Reynd­ar er það það allra mik­il­væg­asta svo ekki láta ykk­ur detta í hug að grilla þau beint úr pakkn­ing­unni. Bjóráhuga­menn geta svo skemmt sér við að prófa mis­mun­andi bjór­teg­und­ir við suðuna.

Grilluð bjór­soðin grísarif með geggjuðu græn­meti
  • Grísarif
  • Saus guru Cola BBQ Sauce
  • Maís
  • Rót­argræn­meti
  • Source Fiery Gin­ger Beer
  • Hvít­lauk­ur
  • Timj­an
  • Rós­marín
  • Sér­valið RUB-krydd
  • Sér­val­in hvít­laukssósa

Aðferð:

  1. Takið grísarif­in úr pakkn­ing­un­um og rífið himn­una af. Skerið hvít­lauk í tvennt og setjið í stór­an pott ásamt nokkr­um grein­um af timj­an og rós­marín.
  2. Makið vel af RUB-kryddi á rif­in – báðum meg­in. Setjið rif­in í pott­inn og hellið bjór í pott­inn þannig að fljóti yfir rif­in. Hér er frjálst bjór­val og fyr­ir bjóráhuga­fólk er skemmti­legt að prófa sig áfram með teg­und­ir. Reynið samt að velja bragðmikl­ar teg­und­ir til að það skili sér með sem mestu bragði í kjötið.
  3. Látið suðuna koma upp, lækkið und­ir og látið malla í tvo klukku­tíma. Ef þið hafið ekki svo lang­an tíma dug­ar klukku­tím­inn en tím­inn vinn­ur með ykk­ur hér þannig að við mæl­um heils­hug­ar með tveim­ur klukku­stund­um eða leng­ur.
  4. Grillið kjötið á meðal­há­um hita og penslið vel með grillsósu. Kjötið þarf ekki að grilla lengi og takið það af þegar komn­ar eru fal­leg­ar grill­rend­ur á það.
  5. Grillið ál­bakk­ana með rót­argræn­met­inu og maísn­um. Berið fram með hvít­laukssós­unni.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: