Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti

Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá misskilningur er ríkjandi að það sé eitthvað sérstaklega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rifin áður en þau eru grilluð. Reyndar er það það allra mikilvægasta svo ekki láta ykkur detta í hug að grilla þau beint úr pakkningunni. Bjóráhugamenn geta svo skemmt sér við að prófa mismunandi bjórtegundir við suðuna.

Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti
  • Grísarif
  • Saus guru Cola BBQ Sauce
  • Maís
  • Rótargrænmeti
  • Source Fiery Ginger Beer
  • Hvítlaukur
  • Timjan
  • Rósmarín
  • Sérvalið RUB-krydd
  • Sérvalin hvítlaukssósa

Aðferð:

  1. Takið grísarifin úr pakkningunum og rífið himnuna af. Skerið hvítlauk í tvennt og setjið í stóran pott ásamt nokkrum greinum af timjan og rósmarín.
  2. Makið vel af RUB-kryddi á rifin – báðum megin. Setjið rifin í pottinn og hellið bjór í pottinn þannig að fljóti yfir rifin. Hér er frjálst bjórval og fyrir bjóráhugafólk er skemmtilegt að prófa sig áfram með tegundir. Reynið samt að velja bragðmiklar tegundir til að það skili sér með sem mestu bragði í kjötið.
  3. Látið suðuna koma upp, lækkið undir og látið malla í tvo klukkutíma. Ef þið hafið ekki svo langan tíma dugar klukkutíminn en tíminn vinnur með ykkur hér þannig að við mælum heilshugar með tveimur klukkustundum eða lengur.
  4. Grillið kjötið á meðalháum hita og penslið vel með grillsósu. Kjötið þarf ekki að grilla lengi og takið það af þegar komnar eru fallegar grillrendur á það.
  5. Grillið álbakkana með rótargrænmetinu og maísnum. Berið fram með hvítlaukssósunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: