Hér erum við með dásamlega uppskrift að lambarifjum sem eru fullkomnar á grillið. Marineringin er algjörlega upp á tíu og við hvetjum ykkur sannarlega til að prófa.
Lambarifjur með ristuðu kartöflusalati og fetaosti
Hráefni
Aðferð:
Setjið kókosmjólk, karrímauk, límónusafa, salt og pipar í skál og blandið saman. Bætið kjötinu út í blönduna og nuddið saman við. Setjið til hliðar í 15 mín. Hitið grillpönnu eða aðra pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Steikið lambið í 4-5 mín. á hvorri hlið og berið fram með límónusneiðum til að kreista örlítið yfir kjötið, ásamt kartöflusalati og grilluðum rauðlauk.
Ristað kartöflusalat
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar í 8-10 mín. Hellið frá vatninu og skerið í tvennt. Setjið á bakka, penslið með olíu og saltið og piprið, í 180°C heitan ofn í 10 mín. Setjið sýrðan rjóma, sinnep, vatn, ½ tsk. salt og ¼ tsk. pipar í skál og blandið saman. Setjið kartöflurnar á fat og hellið sósunni yfir. Sáldrið yfir örlitlu salti og pipar ásamt dilli.
Rauðlaukur með fetaosti
Setjið laukinn í skál með köldu vatni og látið standa í 10-15 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Sigtið vatnið frá og þerrið laukinn. Dreypið ólífuolíu yfir laukinn og sáldrið yfir salti og pipar. Grillið laukinn í 15-20 mín. eða þar til hann er hefur náð góðum lit að utan og er mjúkur að innan. Á meðan laukurinn er að eldast setjið hunang, cayenne-pipar og ¼ tsk. salt í litla skál og blandið saman. Setjið laukinn á fat og sáldrið yfir fetaosti, pekanhnetum og graslauk. Dreypið því næst sósunni yfir og berið fram.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl