Stórbrotin T-bone steik með heimagerðri bernaise

Hér er á ferðinni hin goðsagnakennda T-bone steik sem nú fæst í Hagkaup. T-bone er bragðmikil og skemmtileg steik sem gaman er að borða enda bragðast hún sérdeilis vel.
Stórbrotin T-bone steik með heimagerðri bernaise
  • T-bone steikur
  • SPG-krydd
  • Bakaðar kartöflur
  • Sveppir með paprikuostafyllingu
  • Piccolo-tómatar
  • Original BBQ sauce frá Saus.Guru

Aðferð:

  1. Kryddið steikurnar áður en þær fara á grillið og penslið þær þar með BBQ-sósu.
  2. Setjið grænmetið á grillið og grillið uns tilbúið.
  3. Látið kjötið hvíla í 10 mínútur eftir að það er tekið af grillinu.
  4. Berið fram með bernaise-sósunni.

Bernaise í blandara

  • 300 g smjör ósaltað – brætt
  • 3 eggjarauður
  • 3 msk. fáfnisgras (estragon)
  • 1/4 tsk. cayenne-pipar
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pipar
  • 1 tsk. limesafi
  • 1 msk. bernaise-essens

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið. Þeytið eggjarauðurnar vel í blandaranum. Hellið smjörinu mjög varlega saman við. Bætið essensinum og lime-safanum við. Kryddið eftir smekk og hrærið saman.
  2. Athugið að smjörið þarf að kólna aðeins og ná sirka stofuhita áður en því er hellt saman við.
  3. Ef hita á sósuna upp þarf að gera það hægt svo hún skilji sig ekki.

Allir grilla er samstarfsverkefni mbl og Hagkaups

mbl.is