Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum

Lambaspjót eru mögulega það einfaldasta sem hægt er að grilla - og það áreynslulausasta. Kjötið og grænmetið passar einstaklega vel saman og úr verður einföld en alveg einstaklega góð máltíð.
Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum
  • Lambaprime frá SS
  • Appelsínugul paprika
  • Græn paprika
  • Rauðlaukur
  • Sveppir
  • Piccolo-tómatar
  • Gulur kúrbítur
  • Sérvalið brokkólísalat
  • Sérvalið AMB-krydd
  • Sérvalin piparsósa
  • Olio Nitti
  • Lillie´s Gold Barbeque Sauce #27

Aðferð:

  1. Skerið lambaprime fyrst til helminga langsum og síðan í fimm bita þversum eða þar um bil. Það veltur auðvitað á stærð kjötbitans, en við viljum ekki hafa bitana of stóra. Kryddið þá vel og vandlega með AMB-kryddinu sem er sérvalið fyrir lambakjöt og passar einstaklega vel.
  2. Skerðu grænmetið niður í heppilega bita til að þræða upp á spjótin.
  3. Þegar þrætt er upp á spjótin skal raða fremur þétt á þau. Gætið þess einnig þegar þið eruð að þræða sveppina að stinga einungis í gegnum hausinn og snúa pinnanum um leið og þið þrýstið, nánast eins og þið séuð að bora inn í sveppinn. Hættan er sú að sveppurinn klofni og þetta dregur úr líkum þess.
  4. Þegar búið er að þræða hráefnið upp á alla pinnana skal hella olíu yfir þá áður en þeir fara á grillið.
  5. Grillið á meðalháum hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til tilbúið.
  6. Berið fram með piparsósu og brokkólísalati.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: