Sérvalin nautalund með béarnaise

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:53
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:53
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Það þarf varla að fjöl­yrða um ágæti máltíðar­inn­ar sem hér er fjallað um. Við erum að tala um sér­valda nauta­lund og þá miðhlut­ann sem alla jafna er tal­inn lang­besti bit­inn á naut­inu. Með kjöt­inu er svo heima­gerð bé­arnaisesósa, hassel­back-kart­öfl­ur og ferskt ses­ar­sal­at með mozzar­ella.

Að laga bé­arnaisesósu frá grunni vefst fyr­ir mörg­um enda lif­ir sú flökku­saga góðu lífi að erfitt sé að búa hana til. Það sem nauðsyn­legt er að muna er að sósa sem skil­ur sig er alls ekki ónýt. Það eina sem þú þarft að gera er að þeyta upp nýja eggj­ar­auðu og hella síðan blönd­unni (sem skildi sig) hægt sam­an við og þeyta/​píska á meðan. Flókn­ara er það ekki. Hlut­föll­in eru líka afar ein­föld. Ein eggj­ar­auða sam­an við 100 g af bráðnu smjöri. Pískið eggj­ar­auðurn­ar og hellið bráðnu smjör­inu hægt sam­an við og pískið á meðan. Kryddað til með bé­arnaisekrafti og estragoni, smá salti og slettu af sítr­ónusafa. Hér er not­ast við hefðbund­inn heim­il­is­bland­ara en auðvitað má handþeyta/​píska sós­una ef vill.

Nauta­lund­in sjálf er svo annað mál. Al­mennt er talað um að trixið sé að leyfa nátt­úru­legu bragði kjöts­ins að njóta sín. Hér er ein­ung­is not­ast við SPG-kryddið frá Hag­kaup sem er mjög ein­föld en um leið gróf blanda sem er sér­stak­lega heppi­leg með kjöti sem þessu. Hellið olíu yfir kjötið, kryddið og grillið síðan. Penslið með bbq-sósu og nýtið ykk­ur kjarn­hita­mæli ef þarf.

Hassel­back-kart­öfl­urn­ar eru sí­gild­ar og við mæl­um með að setja vel af olíu eða smjöri yfir þær áður en þær eru grillaðar og salta smá.

Sal­atið er síðan afar ein­falt. Blandið sam­an sal­at­blöðum, kirsu­berjatómöt­um, mozzar­ella­kúl­um og ses­ar­sal­atsósu.

Bragðpall­ett­an sem verður til er í al­gjör­um sér­flokki og fer þessi máltíð um­svifa­laust í flokk með veislu­máltíðum sem ber að end­ur­taka sem oft­ast enda bæði fram úr hófi bragðgóð og alls ekki svo flók­in.

Sér­val­in nauta­lund með bé­arnaise

  • Sér­val­in nauta­lund – miðju­hluti
  • SPG-krydd
  • hassel­back-kart­öfl­ur
  • Olio Nitti-olía
  • mozzar­ella­kúl­ur
  • piccolo-tóm­at­ar
  • Lillie's Carol­ina BBQ sauce
  • Fel­ix Caes­ar Dress­ing
  • sal­at
  • brauðten­ing­ar

Bé­arnaisesósa

  • 4 eggj­ar­auður
  • 400 g smjör
  • 1 tsk. bé­arnaisekraft­ur
  • 1 tsk. estragon
  • salt eft­ir smekk
  • nokkr­ir drop­ar af sítr­ónusafa

Kjarn­hiti í kjöti

  • nauta­kjöt – rautt (rare) = 55-60°
  • nauta­kjöt – meðal­steikt (medi­um) = 60-65°
  • nauta­kjöt – gegn­steikt (well done) = 65-68°

Munið

  • Það er best að elda nauta­kjöt þegar það er við stofu­hita. Þess vegna er gott að taka það út úr ís­skápn­um minnst tveim­ur tím­um áður en það er eldað.
  • Meyra nauta­steik ætti ávallt að bera fram létt­steikta þannig að gæði kjöts­ins njóti sín sem best.
  • Al­geng­ast er að krydda nauta­kjöt ein­ung­is með salti og pip­ar til að leyfa bragðgæðum kjöts­ins að njóta sín.
  • Nauta­kjöt er ávallt grillað við snarp­an hita og látið brún­ast vel að utan, þar sem stór hluti af bragði góðrar nauta­steik­ur ligg­ur í því hversu vel brún­ing­in heppn­ast.
  • Þegar nauta­steik­ur eru steikt­ar í heilu lagi er best að láta þær hvíla í 10-15 mín­út­ur eft­ir steik­ingu áður en þær eru skorn­ar. Gott er að leggja yfir þær álp­app­ír og visku­stykki á meðan beðið er.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: