Lúxusborgari með laukhringjum, beikoni og Dala-hring

Hér erum við með dýrindis lúxusborgara sem búið er að toppa með osti. Það er þó enginn venjulegur ostur heldur sneið af Dala-hring. Þetta er uppskrift sem enginn alvöru gourmei-naggur ætti að láta framhjá sér fara.

Lúxusborgari með laukhringjum, beikoni og Dala-hring

  • 4 hamborgarar
  • 4 hamborgarabrauð
  • salt og pipar
  • 1 stk. Dala-hringur frá MS
  • 12 laukhringir, ofnbakaðir eða djúpsteiktir
  • 8 beikonsneiðar, stökkar
  • tómatsneiðar
  • súrar gúrkur
  • rauðlaukur skorinn í sneiðar
  • ferskt salat
  • majónes og bbq-sósa

Meðlæti:

  • franskar, t.d. vöfflufranskar
  • sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn, sem ídýfa fyrir franskarnar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að taka hamborgarana úr kæli og krydda með salti og pipar.
  2. Steikið beikonið og djúpsteikið eða ofnbakið laukhringina.
  3. Hitið grillið mjög vel, setjið borgarana á það og passið að loka alltaf grillinu til að hitinn haldist sem mestur.
  4. Skerið Dala-hringinn þversum þannig að hringurinn haldi sér.
  5. Snúið við borgurunum og steikið áfram, rétt áður en þeir eru klárir setjið þið ostinn á og lokið grillinu. Leyfið ostinum að bráðna vel en samt án þess að hann leki út um allt.
  6. Hitið brauðin á grillinu rétt áður en borgararnir eru tilbúnir.
  7. Þá er bara að setja veisluna saman: Botnbrauð, bbq-sósa, súrar gúrkur, rauðlaukssneiðar, hamborgari, salat, tómatsneiðar, beikon, laukhringir, majónes á toppbrauðið og loka. Ef þið eigið til prjón eða grillpinna er upplagt að stinga einum slíkum í hvern borgara.
  8. Borgararnir eru bestir með góðum frönskum, sem dýft er í sýrðan rjóma með graslauk og lauk, og ísköldum drykk.
  9. Þessi útgáfa af grilluðum hamborgara er með þeim allra bestu. Stórir borgarar, grillaðir á blússandi hita, og á milli eru settir laukhringir og stökkt beikon. Hamborgarinn er svo fullkomnaður með Dala-hring sem fer ofan á borgarana. Osturinn er skorinn þvert í sneiðar svo hringurinn haldi sér og grillaður með síðustu sekúndurnar. 
mbl.is
Loka