Meðlætið sem fullkomnar grillmáltíðina

Vinsælast er að fylla það með dýrindis ostum eða þræða upp á prjóna. Það gleymist samt stundum að grænmetið þarf að meðhöndla – rétt eins og kjötið – til að bragðið verði sem allra best. Gott er að búa til kryddlög svipaðan þessum sem notaður er í þessa uppskrift. Lykilatriðið er að nota olíu og krydd. Innihaldið er síðan alveg frjálst.

Þetta salat er einstaklega bragðgott og skemmtilegt (ef slíkt er hægt að segja um mat). Hráefnin eru fjölbreytt og útkoman litrík og margslungin. Haft var á orði að salatið eitt og sér væri fínasti aðalréttur. Þar kom gríski fetaosturinn sterkur inn og léði salatinu aukna dýpt.

Grillað maíssalat með grískum fetaosti

  • 3-4 maísstönglar
  • 1 lárpera
  • 10 kirsuberjatómatar
  • ½ grískur fetaostur
  • salt og pipar
  • ferskt basil

Aðferð:

  1. Afhýðið maísinn og sjóðið í 10 mínútur. Því næst skal pensla hann með olíu og grilla. Skerið síðan kornin af stönglinum til að nota í salatið. Skemmtilegt er að ná honum í stórum bitum en til þess að það gangi upp þarf maísinn að vera vel eldaður.
  2. Skerið lárperu niður.
  3. Skerið tómatana í tvennt.
  4. Rífið fetaostinn yfir.
  5. Bætið við basillaufum.
  6. Saltið og piprið.

Sítrónukryddlögur

  • rifinn sítrónubörkur
  • safi úr sítrónu
  • salt og pipar
  • saxaður graslaukur
  • ólífuolía

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman og hellið yfir salatið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: