Hér er Kikkoman-soyasósan í aðalhlutverki og er henni blandað saman við hunang, hvítlauk, engifer, chili og lime. Sum sé bragðblanda sem enginn ætti að geta staðist.
Hér er búið að marinera kjúkling og grilla og eins og sjá má er ekki nokkur heilvita grillari sem getur staðist þetta.
Hunangs-soya-kjúklingur
- 250 g hunang
- 150 ml flaska Kikkoman-soyasósa
- 6 litlir rifnir hvítlauksgeirar
- 1 tsk. rifið engifer
- Hálfur rauður chili fínsaxaður
- Börkur af 1 lime og safi af hálfri lime
Aðferð:
- Skerið kjúklingaleggi meðfram beininu beggja vegna og fletjið út.
- Hellið 2/3 af marineringunni og marinerið kjúklinginn í 24 tíma.
- Stillið grillið á ca. 230 gráður og setjið á grillið í óbeinan hita.
- Hellið restinni af marineringuni í pott og leyfið að sjóða á grillinu.
- Snúið kjúklingnum reglulega og penslið hann með sósunni á meðan þið grillið.
- Þegar kjúklingurinn hefur náð 72 gráðum er hann tilbúinn og þá er gott að strá smá hvítlaukscrispi, sesamfræjum og fínt skornum vorlauk yfir.