Grillaðir kjúklingavængir að hætti Jamie Oliver

Ljósmynd/Jamie Oliver

Það er fátt sem toppar góða grillaða kjúklingavængi og þar leikur marineringin aðalhlutverkið. Mikilvægt er að hún sé bragðmikil og sæt, klístrist vel við kjúklinginn og lifti andanum upp í hæstu hæðir - eða svo gott sem. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Jamie Oliver og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum enda inniheldur hún allskyns góðgæti sem tryggir hámarks bragðupplifun.

Grillaðir kjúklingavængir að hætti Jamie Oliver

  • 24 kjúklingaleggir

Marinering:

  • 5 vorlaukar
  • 1 rauður chili
  • 5 msk. fljótandi hunang
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 sm engiferrrót
  • 5 greinar ferskt timian

Aðferð:

  1. Saxið vorlaukinn og chili fínt. Setjið í skál. Blandið hunangi og sojasósu saman við. Rífið engifer saman við og tínið laufin af timian-greinunum og setjið saman við. Blandið vel saman.
  2. Marinerið kjúklingaleggina sem lengst og grillið svo við miðlungshita í 10 mínútur.
  3. Það er fátt sem toppar góða grillaða kjúklingavængi og þar leikur marineringin aðalhlutverkið. Mikilvægt er að hún sé bragðmikil og sæt, klístrist vel við kjúklinginn og lyfti andanum upp í hæstu hæðir – eða svo gott sem. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Jamie Olivers og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum enda inniheldur hún allskyns góðgæti sem tryggir hámarks bragðupplifun.
mbl.is
Loka