Humarsalat

Hráefni

  • 16 stk. humarhalar
  • 4 msk. basilíkuolía
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 1 msk. grænmetiskraftur
  • 2 stk. ciabatta brauð
  • 1 búnt rauð basilíka
  • 1 krukka niðurlögð þistilhjörtu
  • 100 g furuhnetur
  • 2 msk. hvítt balsamedik
  • nýmalaður pipar
  • 100 g parmesanostur

Aðferð

Skelflettið humarinn og steikið á pönnu í 2 msk. af basilíkuolíunni. Pressið hvítlauk og setjið yfir humarinn. Stráið grænmetiskrafti yfir. Takið humarinn af pönnunni og kælið. Skerið ciabatta brauðin í tvennt og ristið á pönnu. Saxið helminginn af basilíkunni og stráið yfir humarinn. Sigtið olíuna af þistilhjörtunum og geymið en blandið þistilhjörtunum varlega saman við humarinn.

Ristið furuhnetur á þurri pönnu. Hellið balsamediki saman við olíuna af þistilhjörtunum og hellið yfir humarinn. Setjið brauðbotnana á disk og humarsalatið þar ofan á. Kryddið með nýmöluðum pipar og stráið furuhnetum yfir. Sneiðið parmesanost í þunnar sneiðar og stingið þeim á víð og dreif, óreglulega, í salatið ásamt basilíkublöðunum sem eftir voru. Látið basilíkuolíu í dropatali yfir.

Uppskrift: Hagkaup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert