Heitt rækju- og hrísgrjónabrauð

Hráefni

  • 500 g soðin hrísgrjón
  • 2 tsk. karrí
  • 1/2 tsk. paprikuduft
  • 100 g majónes
  • 2 1/2 dl léttþeyttur rjómi
  • 2 stk. eggjarauður
  • 300 g rækjur
  • 250 g grænn aspas
  • 1/2 stk. rauð paprika
  • 2 stk. rúllutertubrauð
  • 2 stk. eggjahvítur
  • 100 g goudaostur, rifinn

Aðferð

Sjóðið hrísgrjónin, kryddið með karríi og paprikudufti og kælið örlítið. Blandið saman rjóma, majónesi og eggjarauðum og hrærið saman við volg hrísgrjónin. Skerið papriku og aspas niður og blandið saman við hrísgrjónin ásamt rækjunum.

Leggið annað rúllutertubrauðið í botninn á smurðu eldföstu fati og hellið smá aspassafa yfir, setjið alla hrísgrjónablönduna yfir, leggið svo hitt brauðið ofan á og bleytið með smá aspassafa. Þeytið eggjahvíturnar, smyrjið þeim yfir brauðið og stráið rifna ostinum yfir. Bakið við 200°C í um 25 mín., eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.

Uppskrift: Hagkaup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert