Hráefni
- 1 ½ bolli Hafragrautur eða (Fljót eldað örbylgju haframjöl)
- 1 bolli Hveiti eða fínt speltmjöl
- 2msk Púðursykur
- 2tsk Lyftiduft
- 1/4tsk Salt
- 1 ½ Bolli Mjólk
- 2 Egg
- 2msk Smjör eða annað til steikingar
- ½ bolli Pecan hnetur (má sleppa)
Fyrir 2–4
Amerískar pönnukökur er fastur liður vestan hafs en hér erum við með hollari útgáfu sem gott er að borða með jógúrt hræring og ferskum berjum
Aðferð
Blandið öllu í skál og steikið á pönnu í smá smjöri á meðal hita, snúið við þegar loftbólur eru hættar að myndast. Brúnið hinum megin og framreiðið með jógúrt hræring og ferskum berjum eða með rjóma og sultu
Uppskrift: Meistaramatur