Ris a la mande - jólabúðingurinn góði

Hráefni

  • 700g mjólk
  • 100g hrísgrjón
  • 10g kalt smjör
  • 1stk vanillustöng
  • 50g hvítt súkkulaði
  • 250g rjómi
  • 50-100g flórsykur
  • eftir smekk ristaðar möndlur
  • til skrauts hvítt súkkulaði
  • eftir smekk fersk kirsuber

Fyrir 6–8

Sumir tala um að það séu ekki jólin nema Ris a la mande sé á jólaborðum og hér er auðveld uppskrift frá Matreiðslumanni ársins 2007, Þráni Frey Vigfússyni.

Aðferð

Penslið pottinn með smjöri svo mjólkin brenni ekki við, leyfið suðunni að koma upp á mjólkinni og bætið í hrísgrjónum.
Hrísgjónin eru soðin með vanillustöng í 30-40mín eða þar til þau eru mjúk undir tönn, hrærið hvítu súkkulaði samanvið og kælið.

Rjóminn er þeyttur og flórsykri blandað út í hann. Rétt fyrir framreiðslu er þeyttum rjóma og ristuðum möndlum bætt í ásamt kirsuberja sultu og ferskum kirsuberjum.

Uppskrift: Meistaramatur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert