Hráefni
- 600 g lambakjöt af framparti
- eftir smekk Salt og pipar
- 2-3 l vatn
- 3 stk. íslenskar kartöflur
- 1stk. blaðlaukur
- 3 stk. gulrætur
- 1stk. rófur
- 80 g sellerí
- ½ dl hrísgrjón
- 2-3 tsk ferskar kryddjurtir (blóðberg, graslaukur, vorlaukur)
Fyrir 4–6
Veitingastaðir eru byrjaðir að setja gömlu kjötsúpuna í sparifötin með því að setja bleika meyra kjötbita í súpuna. Þetta er súpa sem allir þekkja, hver með sínu nefi, og er eina skilyrðið; íslenskt lambakjöt og íslenskt grænmeti
Aðferð
Skerið kjötið í smáa bita eða gefið á beini. Hitið kjötið í vatni þannig að fljóti yfir, látið suðuna koma upp. Skolið kjötið í sigti eða fleytið af alla froðu og eggjahvítuefni sem koma upp á yfirborðið. Bætið í vatni, látið suðuna koma upp og fleytið af auka fitu ef fólk vill fituminni súpu. Látið malla í um 60 mín, bætið í grænmeti og látið malla eftir smekk um 2 tíma. Sumir vilja grænmetið minna eldað en öðrum finnst súpan best við þriðju hitun. Kryddið með salti og pipar, bætið í hrísgrjónum og sjóðið í um 20 mín, bætið í kryddjurtum. Auðvitað má nota þurrkaðar súpujurtir, feita kjötbita og annað sem fólk er vant. Framreiðið í bolla eða í fallegri skál. Eldum íslenskt.
Uppskrift: Eldum íslenskt