Fimm ástralskir kryddlegir

Thai lime og sitrónugras kryddlögur

3 snyrtir og fínsaxaðir stilkar sítrónugras

2 tsk finsaxað limehýði

60 ml limesafi

1 msk fiskisósa (fishsauce)

2 stk. rauður chillipipar

1 msk púðursykur

1 msk olívuolía

1 msk saxað engifer

  1. Setjið hráefnin í blandara og blandið saman í smá stund.
  2. Blandan þarf öll að vera smátt söxuð.
  3. Penslið vel yfir kjöt, kjúkling eða fisk.
  4. Grillið.

Hvitlauks- og rósmarins kryddlögur

4 rif hvítlauk

3 stilkar af fersku rósmarin

60 ml ólivuolía

1 msk balsamik edik

1 tsk sjávarsalt

Nýmulinn svartur pipar

  1. Blandið saman í skál og notið sem kryddlög fyrir lamb, svínakjöt eða kjúkling.
  2. Notið afganginn af leginum til þess að pensla kjötið á meðan grillað er

Bar-b-que  kryddlögur

2 msk Worchestersósa

2 mulin hvítlauskrif

125 ml bjór

2 msk tómatamauk (paste)

1 msk púðursykur

Sjávarsalt

Nýmulin svartur pipar

  1. Blandið saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Notið sem kryddlög fyrir nautakjöt, lamb eða kjúkling.
  3. Notið afganginn til að pensla hráefnið með á meðan verið er að grilla.

Austurlenskur kryddlögur

1 msk fínt saxað ferskt oreganó

1 msk fínt saxað tímjan

1 msk sesamfræ

1 tsk sjávarsalt

Blandið saman í skál og nuddið kjötinu upp úr kryddinu

Tedda í Adelaide í Ástralíu sendi Vínótekinu þessar uppskriftir af fimm áströlskum kryddlögum og kryddblöndum sem eru góðar að nota á grillkjötið og jafnvel fiskinn.

Piparblanda

2 tsk sjávarsalt

1 tsk hvit piparkorn

1 tsk svört piparkorn

Myljið vel saman í morteli. Bætið við 1 tsk af grænum piparkornum og myljið létt áfram. Nuddið blönduna á grillmetið og grillið.


Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert