Lambalæri frá Púglía

Lamb er mikið borðað á Ítaliu en matreiðslan yfirleitt með nokkuð öðrum hætti en við Íslendingar eigum að venjast. Hér er uppskrift frá héraðinu Púglia syðst á Ítalíu þar sem lærið er eldað með kartöflum og lauk. Best er að nota lítið læri sem kemst fyrir í góðum potti eða ofnskúffu ef hækillinn er sagaður af.

1 lambalæri

2 laukar, grófsaxaðir

1 rauður chilipipar, fræhreinsaður og saxaður

500 g kartöflur, flysjaðar og skornar í 2-3 sm bita

2 msk óreganó, saxað

2 msk rósmarín, saxað

1 dl hvítvín

ólívuolía

Hitið olíu í pottinum (eða ofnskúffunni) og brúnið kjötið á öllum hliðum. Þegar búið er að brúna kjötið er það tekið upp úr og laukurinn settur út í ásamt salti og steiktur þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið nú kjötinu aftur út í ásamt chilipipar. Saltið örlítið í viðbót. Hellið nú hvítvíninu í pottinn og leyfið því að malla í um mínútuen þá er kartöflunum bætt við ásamt kryddjurtunum. Hrærið öllu vel saman.

Setjið lok á pottinn og færið yfir í 200 gráðu heitan ofn. Eldið í um 45 mínútur eða þar til kjötið er eldað í gegn og kartöflurnar eru orðnar alveg mjúkar. Fylgist með því að allur vökvinn gufi ekki upp, ef hætta er á því má bæta um dl af vatni út í pottinn.

Berið fram beint úr ofninum.

Með þessu að sjálfsögðu rauðvín frá Púglía, t.d. A Mano eða Feudi di San Marzano Negroamaro.

salt og pipar

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert