Grískt salat

Er ekki til­valið að byrja árið á létt­ara fæði og láta kjöt­metið víkja fyr­ir græn­met­inu? Grískt sal­at er ein af bestu sal­atsam­etn­ing­um sem til eru og veit­ir smá sum­aryl í myrk­asta skamm­deg­inu.

Þetta þarf í sal­atið:

Stökkt sal­at, helst Romaine

1 gúrka, fræhreinsuð og söxuð

2 tóm­at­ar, niðursneidd­ir

1 paprika, söxuð

1 rauðlauk­ur, saxaður

Feta­ost­ur í bit­um

Kalamati ólív­ur

1 dl ólívu­olía

1/​3 dl vín­e­dik

2 msk ferskt Óreg­anó eða tæp msk af þurrkuðu

Skerið græn­metið niður og setjið í stóra skál. Hristið olíu og edik sam­an ásamt 2 msk af fersku or­egano. Hellið yfir sal­atið og blandið sam­an.

Upp­skrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert