Klassísk íslensk kjötsúpa

Hráefni

  • 600 g lambasúpukjöt
  • 1 L vatn
  • 1/2 saxaður laukur
  • 150 g gulrætur skornar í bita
  • 150 g gulrætur skornar í bita
  • 30 g hrísgrjón eða • 1 msk súpujurtir
  • 3 msk steinselja, söxuð (má sleppa)
  • kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
  • 1 lítil gulrófa, flysjuð og skorin í bita
  • salt og pipar

Fyrir 4–6

Hér er gamla kjötsúpan gerð að hætti sannra matgæðinga sem vilja þetta eins og amma gerði súpuna.

Aðferð

Snyrtið kjötið. Ef þið viljið minna að fitu má skera hana af eða bara fleyta fituna vel af. Setjið kjötið í pott og hellið köldu vatni yfir. Hitið rólega að suðu og fleytið froðu ofan af. Endurtakið nokkrum sinnum til að losna við sem mest af sora. Bætið svo blaðlauk, gulrótum og hrísgrjónum í pottinn ásamt súpujurtum og steinselju. Kryddið með pipar og salti og látið malla undir loki í um hálftíma. Bætið þá kartöflunum út í og látið malla í 10 mín. Setjið rófurnar í pottinn og sjóðið súpuna í um 15 mín. í viðbót eða þar til kjöt og grænmeti er orðið mjúkt. Smakkið súpuna og bragðbætið hana með pipar og salti ef þarf. Þeir sem vilja súpuna tæra geta sleppt hrísgrjónunum.

Uppskrift: Eldum íslenskt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka