Mínútusteik með kryddsmjöri og lauk

Hráefni

  • 300 g nautasteik
  • 1 stk. laukur
  • Olía til steikingar
  • Maldon-salt og pipar
  • 100 g smjör
  • 1 stk. skalottlaukur
  • 1 stk. hvítlauksgeirar
  • lítið búnt graslaukur og eða steinselja
  • 1/2 stk. sítróna, safi, 1 tsk sinnep
  • Salt og pipar

Fyrir 2

Það verður ekki betra en íslenskt smjör með fersku kryddi - hvað þá ofan á safaríka mínútusteik.

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og bakið kartöfluna í 50 til 60 mínútur. Þerrið kjötið og látið það ná stofuhita á meðan kryddsmjörið er lagað. Hitið pönnuna vel með olíu og snöggsteikið steikina í 2 mín. á hvorri hlið en takið af rétt um það leyti sem steikin byrjar að svitna í gegnum steikarskorpuna. Leyfið steikinni að hvíla í um 10 mín.

Kryddsmjör
Skerið smátt skalottlauk, ásamt hvítlauk og graslauk og steinselju. Hrærið smjörið í skál eða hrærivél og kreistið safann úr sítrónunni út í. Bætið fínt skornum lauk og kryddjurtum út í skálina. Saltið og piprið eftir smekk. Rúllið upp í plastfilmu eða smjörpappír. Geymið í kæli eða frysti.

Uppskrift: Eldum íslenskt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka