Lambakótilettur með kryddjurta-brauðskel

Hráefni

  • 12 lambakótilettur
  • 1 egg
  • 3 msk mjólk
  • 1 bolli þurr brauðmylsna
  • nýmalaður pipar
  • salt
  • 75 g smjör eða smjörlíki

Fyrir 3–4

Kótilettur eins og þær voru hjá mömmu og ömmu á sunnudögum hér áður fyrr - velt upp úr raspi og síðan pönnusteiktar í smjörlíki.

Aðferð

Kótiletturnar þerraðar, hluti af fitunni e.t.v. skorinn burt (einkum af rifinu) og barðar létt með buffhamri. Egg og mjólk léttþeytt saman og brauðmylsnan krydduð með pipar og salti ásamt kryddjurtum. Smjörið brætt á stórri, þykkbotna pönnu. Kótelettunum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni. Brúnaðar á báðum hliðum við góðan hita en síðan er hitinn lækkaður og kótiletturnar steiktar áfram við hægan hita í 8-10 mínútur. Snúið einu sinni. Þá eru þær teknar af pönnunni og raðað á heitt fat. Meira smjör e.t.v. brætt á pönnunni og borið fram með léttsteiktu grænmeti.

Uppskrift: Eldum íslenskt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert