Sérrílegið lamb á grillið

Þessi kryddlögur hentar einstaklega vel með lambalæri og það er hægt að nota jafnt lambalæri sem sneiðar af innralæri. Sérríið skiptir miklu máli enda ræður það ferðinni í bragðinu.

1/2 dl þurrt sérrí

1 dl ólívuolía

1 dl sojasósa

safi úr einni sítrónu

3 msk púðursykur

3 msk Dijon-sinnep

3 stönglar rósmarín, saxið nálarnar

salt og pipar

Blandið öllu saman og veltið síðan lambinu vel upp úr kryddleginum. Leyfið kjötinu að marinerast í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir áður en þið grillið kjötið.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert