Svínakótilettur með grískum blæ

Sítróna og óreganó spila töluverða rullu hér ásamt hvítlauk líkt og algengt er í grískum uppskriftum. Hér setjum við saman góða maríneringu sem er sniðin að svínakjöti.

4 svínakótilettur

1 sítróna, börkurinn rifinn og safinn pressaður

1 dl ólívuolía

4 msk akasíuhunang

4 hvítlauksgeirar, pressaðir

2 tsk óreganó

1 tsk Cayenne-pipar

Blandið öllu saman og marinerið kótiletturnar í 2 klst eða lengur. Grillið og berið fram með grískum sítrónukartöflum.

Hér á vel við ágætlega kröftugt rauðvín á borð við Luzon Jumilla.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka