Bleikja með fetaosti og engifer

Þessa bleikjuuppskrift er hægt að gera hvort sem er í ofni eða á grilli. Ef á að grilla bleikjuna eru flökin sett í böggul úr álpappír en í ofnfast fat ef elda á fiskinn í ofni.

Innihald

  • 4 bleikjuflök
  • 1 dós Fetaostur í kryddlegi
  • 1 dós sýrður rjómi 18%
  • 4 sm engiferrót, rifin
  • 5 hvítlauksgeirar, rifnir
  • Cayennepipar
  • Paprikukrydd

Aðferð

  1. Setjið flökin á fat. Saltið og kryddið með Cayennepipar og paprikukryddi. Blandið engifer og hvítlauk saman og dreifið yfir flökin. Dreifið festaostinum yfir flökin ásamt um 2-3 matskeiðum af kryddolíunni. Smyrjið loks sýrða rjómanum yfir.
  2. Setjið í ofn eða lokið með álpappír og setjið á grill. Eldið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og myndað sósu með sýrða rjómanum.
  3. Berið fram með hýðishrísgrjónum eða búlgúr og fersku salati.

Góður Chardonnay passar vel með þessum rétti, reynið t.d. Drostdy Hof Chardonnay með.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka