Þessa bleikjuuppskrift er hægt að gera hvort sem er í ofni eða á grilli. Ef á að grilla bleikjuna eru flökin sett í böggul úr álpappír en í ofnfast fat ef elda á fiskinn í ofni.
Innihald
- 4 bleikjuflök
- 1 dós Fetaostur í kryddlegi
- 1 dós sýrður rjómi 18%
- 4 sm engiferrót, rifin
- 5 hvítlauksgeirar, rifnir
- Cayennepipar
- Paprikukrydd
Aðferð
- Setjið flökin á fat. Saltið og kryddið með Cayennepipar og paprikukryddi. Blandið engifer og hvítlauk saman og dreifið yfir flökin. Dreifið festaostinum yfir flökin ásamt um 2-3 matskeiðum af kryddolíunni. Smyrjið loks sýrða rjómanum yfir.
- Setjið í ofn eða lokið með álpappír og setjið á grill. Eldið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og myndað sósu með sýrða rjómanum.
- Berið fram með hýðishrísgrjónum eða búlgúr og fersku salati.
Góður Chardonnay passar vel með þessum rétti, reynið t.d. Drostdy Hof Chardonnay með.
Uppskrift: vinotek.is