Afrískt lamb með kjúklingabaunum

Það er norður-afrískur fílingur yfir þessum kryddlegi en hann hentar sérstaklega vel fyrir lamba-ribeye.

Kryddlögur

  • 2 msk ólívuilía
  • 1 sítróna
  • 2 tsk cumin
  • 1 tsk kanill
  • salt og pipar

Rífið börkinn af sítrónunni með fínu rífjárni. Pressið safann úr sítrónunni. Blandið berkinum og safanum saman við olíuna og kryddið. Marinerið kjötið í a.m.k. klukkustund.

Kjúklingabaunir með tómötum

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 dós tómatar
  • 1 lítil dós tómatmauk
  • 1 rauðlaukur, saxaður
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1 væn lúka mynta, söxuð
  • olía
  • salt og pipar

Hitið olíu í þykkum potti. Mýkið laukinn í 4-5 mínútur. Bætið þá hvítlauknum saman við. Blandið vel saman og steikið áfram í 2 mínútur. Bætið næst kjúklingabaununum, tómötunum og tómatamaukinu út í. Látið malla á miðlungshita í 15 mínútur. Saltið og piprið. Slökkvið á hitanum og bætið saxaðri myntunni saman við.

Grillið lambið og berið fram með kjúklingabaununum og klassísku kálsalati.

Kröftugt og mjúkt rauðvín með, t.d. Promessa Syrah-Merlot.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert