Diane er sósa sem passar einstaklega vel við nautakjöt, hvort sem notuð er T-Bone, Ribeye eða nautalund. Sósan er mjög fljótleg og hægt að gera á meðan að kjötið jafnar sig eftir steikinguna.
Hráefni
Steikið steikurnar á pönnunni. Piprið þær vel og saltið. Þegar þær eru tilbúnar eru þær teknar af og klípu af smjöri og smá olíu bætt út á pönnuna. Svissið skalottulaukinn og hvítlaukinn í 2 mínútur. Bætið þá koníakinu út á ásamt Worchestershire-sósunni. Sjóðið niður í 1-2 mínútur og leysið upp steikarskófarnar. Bætið síðan tómatamaukinu og sýrða rjómanum út á og látið malla i nokkrar mínútur þar til komin er þykk og fín sósa. Hrærið í með sleif allan tímann. Bætið loks steinseljunni saman við og hrærið saman við sósuna.
Berið nautasteikurnar fram með sósunni, kartöflumús og fersku salati.
Með svona rétti þarf kröftugt og gott rauðvín, reynið t.d. Guigal Cotes du Rhone.
Uppskrift: vinotek.is