Sveppir eiga vel við í risotto en hér notuð við Kastaníusveppi og Portobello.
Saxið hvítlauk og lauk fínt niður og steikið í smjörinu á lágum hita, bætið söxuðum Kastaníusveppunum við og steikið í stutta stund, passið að hvítlaukurinn brenni ekki.
Setjið smá skvettu af hvítvíninu út í pottinn með lauknum og sveppunum og hækkið hitann vel þannig að þetta fari að sjóða, bætið þá grjónunum út í og veltið þeim vel upp úr þannig að þau taki í sig smjörið, laukinn og hvítvínið. Látið malla þangað til nánast allur vökvi er uppurinn og setjið þá 1-2 ausur af soðinu út í. Hrærið vel í og bætið smáma saman meiru soði saman við, ausu og ausu í einu. Endurtaka þetta í um 17-20 mínútur en þá eiga grjónin að vera orðin „al dente“, stinn undir tönn.
Í lokin er smjörinu skorið í tengina bætt saman við grjónin ásamt rifnum Parmesan ostinum, hrærið aðeins í og setjið í skálar.
Skerið Portobello sveppinn í langar ræmur og svissið aðeins á pönnu með smjöri, saltið, piprið og setjið sneiðarnar yfir risotto-ið í skálunum.
Með þessum rétti getur hvort sem er hvítvín eða rauðvín hentað. Mæli með norður-ítölsku hvítvíni, t.d. góðum Soave eða hinu suður-týrólska Terlaner.
Uppskrift: vinotek.is