Rækjur með hvítlauk að hætti Spánverja

Einn af vinsælustu tapasréttum Spánar eru rækjur í hvítlauksolíu eða Gambas al Ajillo. Þetta er fljótlegur og einfaldur réttur og mikilvægt að hafa nóg af góðu brauði með við borðið til að geta fullnýtt bragðmikla sósuna.

  • 600 g rækjur
  • 2 dl ólívuolía
  • 6 stórir hvítlaukgeirar, grófsaxaðir
  • 1 tsk chiliflögur
  • 1 msk paprika
  • safi úr einni sítrónu
  • 1 lúka fínsöxuð steinselja

Hitið olíuna að miðlungshita á stórri pönnu. Setjið hvítlaukinn og chiliflögurnar út í olíuna og látið malla í 2-3 mínútur. Hækkið þá hitann og bætið rækjunum út á. Steikið þær í olíunni í 2 mínútur en þá er paprikukryddinu og sítrónusafanum bætt út á. Leyfið að malla aðeins áfram í 1-2 mínútur, sáldrið þá steinseljunni yfir og berið strax fram.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert