Hjörtu með eldpipar, sveppum og engifer

Hráefni

  • 900 g lambahjörtu, fituhreinsuð og skorin í strimla
  • 1 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 msk ferskur engifer, rifinn
  • 1 rauður eldpipar (chili), fræhreinsaður og skorinn í sneiðar
  • 3 sellerístilkar, skornir í sneiðar
  • Ögn Salt og pipar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.
900 g lambahjörtu
1 rauðlaukur
1 msk ferskur engifer,
1 rauður eldpipar (chili)
3 sellerístilkar
Í eldhúsinu:
Salt og pipar

Aðferð

Fituhreinsið hjörtun og skerið þau í strimla og steikið á
pönnu í um 3 mín. með lauknum. Setjið til hliðar.
Steikið sellerí, eldpipar og engifer á pönnu í um 2 mín.
Setjið þá hjörtun út í og steikið allt áfram.
Gott að bera fram með góðri kartöflumús, brauði og
salati. Uppskrift úr Eldum íslenskt með Kokkalandsliðinu (ný bók) Árni Torfa ljósmyndari

Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert