Elín Albertsdóttir
Heit eplakaka er alltaf vinsæl þegar gestir koma í heimsókn eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Gott er að bera kökuna fram með ís eða þeyttum rjóma.
200 g sykur
200 g smjör
4 egg
110 g hveiti
1½ tsk. lyftiduft
Fylling
3 epli
1½ tsk kanill
2 msk. sykur
60 g hakkaðar möndlur
Aðferð
Hrærið sykur og smjör saman. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Loks er hveiti og lyftidufti blandað saman við og öllu hrært vel saman.
Setjið deigið í hringlaga form. Skrælið eplin og skerið í þunna báta. Raðið eplabátunum ofan á deigið. Hrærið saman sykur og kanil og dreifið yfir eplin ásamt möndlunum.
Setjið í 180°C heitan ofn og bakið í 35-40 mínútur.