Tímaritið Shape birti nýlega lista yfir fæðutegundir og matvæli sem ýta undir kynhvöt og bæta kynlífið.
Ein þeirrar fæðu sem þar var upplistuð var mjólk, en náttúruleg fita, eins og við fáum úr mjólk, hjálpar til við að framleiða kynhormón.
Næsta atriði er heldur þekktara, en það hefur lengi loðað við ostrur að vera kynlífsbætandi fæða. Mikið sink er í ostrum sem hjálpar til við að framleiða sæði og eykur kynhvöt en aðrar sink-ríkar matvörur eru til dæmis graskersfræ og hnetur.
Það er löngu vitað að rauðvín hefur góð áhrif, bæði á líkama og sál. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kynhvöt kvenna er meiri hjá þeim sem drekka rauðvínsglas á dag heldur en hjá þeim sem kjósa aðra áfenga drykki.
Annar matur sem tengist kynlífi, þó ekki síst vegna lögunar sinnar, er egg. Þau eru fullt hús matar og vítamína. Egg innihalda B5- og B6-vítamín, sem hjálpa til við að koma jafnvægi á hormónastarfsemi og minnka streitu.
Matvæli, sem áhugavert var að sjá á listanum, voru bananar. Burt séð frá bröndurum varðandi lögun þeirra eru þeir í raun og veru kynlífsbætandi matur. Þeir eru hlaðnir vítamínum sem auka kynhvöt karla.
Ef þér er umhugað um heilbrigðan lífsstíl og ert sælkeri eru miklar líkur á að sætar kartöflur sé að finna í fæðu þinni, það eru góðar fréttir. Líkaminn umbreytir næringarefnum sem við fáum úr sætum kartöflum í A vítamín sem heldur leggöngum kvenna í góðu standi og eykur framleiðslu kynhormóna.
Kaffi var einnig að finna á listanum, en koffín getur komið fólki í rétta skapið.
Ein sú fæða, sem sérlega ánægjulegt var að sjá á listanum, var súkkulaði. Súkkulaði hressir, bætir og kætir, en ekki einungis vegna þess hve gott það er á bragðið. Örvandi efni í súkkulaði virka svipað og koffín. Þessi efni auka líka framleiðslu serotóníns í líkamanum sem gerir það að verkum að okkur líður vel.
Einnig var sagt frá því að olía, sem og sólblómafræ, hafrar og graskersfræ innihalda efni sem auka hormónastig líkamans og kynhvöt og avókadó inniheldur B6 og potassiom sem einnig er sagt auka kynhvöt.