STEIKTUR SALTFISKUR MEÐ ÓLÍFUM, HVÍTLAUK OG RAUÐUM PIPAR

Hráefni

  • 800 g útvatnaður saltfiskur
  • 1-2 stk. rauur ferskur pipar (chillí) (kjarnhreinsaður og skorinn í fínar ræmur
  • 1 dl svartar ólífur (mega vera grænar)
  • 4-6 hvítlauksgeirar (skornir í sneiðar)

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.
800 g útvatnaður saltfiskur
1-2 stk. rauður ferskur pipar (chillí)
1 dl svartar ólífur
4-6 hvítlauksgeirar

Aðferð

Skerum saltfiskinn í hæfilega stóra bita og veltum þeim upp úr hveiti. Steikið bitana á vel heitri pönnu í 4-5 mín. Skerum hvítlaukinn í sneiðar og chillíinn í fínar ræmur og bætum út á pönnuna, steikjum þar til hráefnið verður léttbrúnt. Þá bætum við ólífunum saman við. Það er ekkert mál að gera þennan rétt fyrirfram og skella honum síðan inn í ofn þegar gestina ber að garði. Gott er að bera fram mað góðu brakandi salati.

Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

TIPS: Varúð fyrir viðkvæma: Þessi réttur er mjög sterkur! Svo er líka gott að krydda aðeins með paprikudufti þegar ólífurnar fara á pönnuna.

Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert