Í góðu áramótapartíi er nauðsynlegt að hafa góðar ídýfur með snakkinu. Ýmist kaldar eða heitar. Hér eru tvær uppskriftir að ídýfum af uppskriftavefnum food.com. Sú fyrri er í líkingu við heitu, mexíkönsku ídýfuna með salsasósu, rjómaosti og osti sem er alltaf jafnvinsæl.
Pitsuídýfa
230 gr rjómaostur
230 gr sýrður rjómi
230 gr pitsusósa
230 gr rifinn ostur
Aðferð
Blandið saman sýrða rjómanum og rjómaostinum og smyrjið blöndunni síðan í eldfast form. Pitsusósunni er síðan smurt yfir og loks er ostinum dreift yfir. Ídýfan er síðan sett í ofninn við 180 gráðu hita í um korter eða þar til osturinn er orðinn gullbrúnn.
Köld, mexíkósk ídýfa
Notaðu jafnmikið af rjómaosti, sýrðum rjóma, tacosósu og rifnum osti. Síðan þarf 3-4 niðurskorna tómata og slatta af ólífum. Blandaðu saman rjómaostinum og sýrða rjómanum og smyrðu í mót. Ofan á fer síðan sósan, osturinn, tómatar og ólífur, gott er að fínsaxa líka niður rauðlauk.