Lax fyrir upptekið fólk

Lax með salati er dásamlegur á bragðið.
Lax með salati er dásamlegur á bragðið. mbl.is/Marta María

Það eru all­ir að reyna að finna upp hjólið þegar kem­ur að fljót­leg­um rétt­um. Viss­ir þú að það tek­ur ekki nema tíu mín­út­ur að pönnu­steikja lax og út­búa sal­at með hon­um.

Við borðum allt of lítið af feit­um fiski og á þess­um árs­tíma þegar flest okk­ar skort­ir D-víta­mín er um að gera að hafa lax eins oft í mat­inn og við get­um.

Ef þú átt tam­arisósu og ses­a­mol­íu get­urðu út­búið þenn­an rétt á mettíma. Skerðu lax­inn í sneiðar og settu nokkra dropa af tam­arisósu yfir hann á báðum hliðum. Gættu þess vel að nota ekki of mikið af sós­unni því hún er svo­lítið sölt.

Settu ses­a­mol­íu á pönnu og steiktu lax­inn í um það bil fimm mín­út­ur á hvorri hlið. Byrjaðu á því að setja roðið niður.

Hug­mynd að sal­ati:

Hand­fylli af spínati, tvær sneiðar af hun­angs­mel­ónu, nokkr­ar möndl­ur, nokkr­ir bit­ar af papriku, tóm­at­ar. Gott er að setja nokkra dropa af ses­a­mol­íu út á sal­atið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert