Dásamlegar bollakökur

Bláberjamúffur.
Bláberjamúffur. mbl.is/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

„Ef það er eitthvað sem ég gæti borðað alla daga þá eru það þessar ljúffengu bláberjabollakökur. Þær eru ferlega fljótlegar og eiga alltaf vel við,“ segir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.

Hér kemur uppskriftin fyrir u.þ.b. 12 bollakökur

280 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
115 g púðursykur
2 egg
150 g bláber (frosin eða fersk)
250 ml mjólk
85 g brætt smjör
1 tsk. vanilluextrakt
rifinn börkur af einni sítrónu

Aðferð:

Byrjum á því að stilla ofninn á 200°C.
Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt í stóra skál.
Bláberjum og sykri er síðan bætt saman við varlega með sleif.
Finnum okkur aðra skál, pískum eggin og bætum mjólk, smjöri og vanilluextrakt saman við.
  Bætum því næst eggjablöndunni saman við þurrefnin og blöndum því vel saman. Síðast en ekki síst bætum við sítrónuberkinum við.
Þessu er síðan öllu blandað svakalega vel saman og beint í falleg bollakökuform.
 
Inn í ofn við 200°C í 20 mínútur.

Bláberjamúffur.
Bláberjamúffur. mbl.is/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Bláberjamúffur.
Bláberjamúffur. mbl.is/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert