Grillaður humar með steinselju og hvítlauk

Þetta er klassísk útgáfa af grilluðum humar með steinselju, hvítlauk og smjöri. Klikkar aldrei.

  • 20-24 humarhalar
  • 25 g smjör
  • búnt flatlaufa steinselja (Fjallasteinselja)
  • 1 lúka basil (má sleppa)
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • nokkrir dropar Tabasco
  • salt og pipar

Klippið og garnhreinsið humarinn. Bræðið smjörið og bætið pressuðum hvítlauknum saman við, þá fínsöxuðum kryddjurtunum og Tabasco. Veltið humarhölunum upp úr, pressið sítrónusafann yfir. Saltið og piprið.

Grillið í örfáar mínútur eða þar til að humarinn herpist saman. Það má líka elda humarinn í ofni ef ekki veðrar til útieldamennsku.

Með þessu ferskt og gott hvítvín, s.s. Gerard Bertrand Chardonnay eða Poggio del Corleri Cygnus.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert